Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 31. mars 2012 08:37
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Mancini hringdi í Tony Pulis og baðst afsökunar
Mancini á hliðarlínunni gegn Stoke.
Mancini á hliðarlínunni gegn Stoke.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City segir að hann hafi hringt í Tony Pulis kollega sinn hjá Stoke City og beðið hann afsökunar á að hafa ekki tekið í hönd hans í síðustu viku.

Mancini hafði verið ósáttur í leiknum sem fór fram á Brittania leikvangi Stoke og endaði með markalausu jafntefli. Hann neitaði líka að ræða við fjölmiðla eftir 1-1 jafnteflið sem varð til þess að Manchester United tók þriggja stiga forskot á toppnum.

,,Ég talaði við Tony Pulis," sagði Mancini í gær. ,,Þegar ég sneri mér við var hann farinn inn í búningsklefann en ég talaði við hann í símann. Það var ekkert vandamál, ég baðst afsökunar."

,,Ég var reiður því við unnum ekki leikinn, en ekki út í Tony. Ég var nærri vellinum því ég vildi tala við dómarann. Þegar ég sneri mér við var Tony kominn inn í búningsklefa."

,,Ég fór inn í búningsklefann og eftir leikinn fór ég til Ítalíu. Ég hitti hann ekki. Ég útskýrði þetta fyrir honum þegar ég hringdi í hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner