Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 12. maí 2012 17:20
Arnar Þór Ingólfsson
Eysteinn Húni: Hann fékk bara nöfnin á öftustu fjórum á blaði
Eysteinn Húni á hliðarlínunni í rigningunni í dag.
Eysteinn Húni á hliðarlínunni í rigningunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Auðvitað bara mjög ánægjulegt að ná sigri og mér fannst við ákveðnari og grimmari og svona, vorum búnir að skipuleggja vel hvernig við ætluðum að fara inn í þennan leik," sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Hattar, eftir óvæntan sigur liðsins á Þrótti í fyrstu umferð 1. deildar.

,,Mér fannst þeir í rauninni ekki eiga mikið af sénsum, þetta gekk eiginlega alveg 100 prósent upp."

Þetta var fyrsti leikur Hattar í 1. deild á Íslandi frá stofnun félagsins og því umtalsvert að liðinu hafi tekist að sigra Þrótt á útivelli.

,,Þetta er alveg frábær byrjun og frábærlega gaman að sjá svona marga Hattara sameinast um liðið og það er markmiðið okkar að reyna að vera okkar heimabæ til sóma í þessu og þetta er fín byrjun á því."

Félagsskiptaglugginn fer að loka og er Höttur á höttunum eftir góðum hafsent.

,,Við höfum verið að skoða með hafsent en það er dálítið erfitt. Við viljum fá mann sem er betri en sá sem við eigum fyrir og við verðum að eiga fyrir honum líka og það er erfitt að láta það dæmi ganga upp eins og staðan er núna. Við erum samt að skoða.

,,Hann náttúrulega kemur bara í gær og fer á eina æfingu og við köstum honum inn í þetta. Hann fékk bara nöfnin á öftustu fjórum á blaði eftir æfinguna í gær,"
sagði Eysteinn svo um nýja markvörð liðsins sem kom beint frá Millwall á Englandi og spilaði allan leikinn á móti Þrótti.
Athugasemdir
banner
banner
banner