Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. september 2012 08:00
Magnús Már Einarsson
Grétar Sigfinnur: Öll umræða um að við séum hættir röng
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Grétar er varafyrirliði KR.
Grétar er varafyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir að leikmenn liðsins séu staðráðnir að koma sterkir til baka gegn Grindavík í dag eftir 4-0 tapið gegn Breiðabliki um síðustu helgi. Grétar segir að leikmenn KR séu ekki hættir heldur séu þeir ákveðnir í að klára mótið af krafti.

,,Öll umræða um það að við höfum verið hættir á einhverjum tímapunkti er röng. Við ætluðum allan tímann að halda í við FH-ingana og láta þá hafa eitthvað fyrir þessu en það gekk ekki hjá okkur," sagði Grétar við Fótbolta.net í gær.

Brotnuðu við annað markið:
4-0 tap KR gegn Breiðablik á sunnudag var stærsta tap KR-inga á heimavelli í efstu deild frá upphafi.

,,Hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá okkur í byrjun, við hefðum hæglega getað komist í 2 eða 3-0 þegar við áttum stangarskot, sláarskot og fengum víti. Síðan fáum við á okkur mjög ódýrt mark úr aukaspyrnu þar sem veggurinn var slakur eins og frægt er orðið."

,,Þegar annað markið kemur þá brotnum við niður og það var mest eftir það sem við vorum slakir. Þá fórum við í þriggja manna vörn og reyndum að sækja og þá opnaðist allt og við vorum barnalegir."


Grindvíkingar eru fallnir en Grétar býst alls ekki við auðveldum leik á útivelli í dag.

,,Maður þekkir það mjög vel að lenda á móti liðum sem eru fallinn og fara þá allt í einu að gera hluti. Gott dæmi um það eru Haukar á þarsíðustu tímabili sem fóru að brillera í lokin. Það er eins og slakinn fari á og þá fara menn að njóta þess í stað þess að það sé pressa á þeim."

Ætlum að enda mótið með sæmd:
KR-ingar eru í 3. sæti með 31 stig líkt og ÍBV í öðru sætinu en markmið Vesturbæjarliðsins er að ná að landa öðru sætinu.

,,Það er markmiðið núna. Við ætlum klárlega að taka þau stig sem í boði eru. Við höfum verið að flaska svolítið á því að horfa of mikið fram fyrir okkur og liðunum í kringum okkur í stað þess að einbeita að verkefninu framundan og það er Grindavík núna."

,,Við verðum að vinna þennan leik og við ætlum okkur að gera það. Við erum búnir að æfa vel í vikunni og ætlum að reyna að enda þetta mót sæmd. Ef við lendum í öðru sæti og með bikarmeistaratitilinn þá er þetta ekkert vonlaust þó að við höfum viljað stærri titilinn."

Athugasemdir
banner
banner