Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. apríl 2014 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Benfica portúgalskur meistari eftir sigur á Olhanense
Rodrigo hefur verið öflugur á þessari leiktíð með Benfica
Rodrigo hefur verið öflugur á þessari leiktíð með Benfica
Mynd: Getty Images
Benfica í Portúgal varð í dag portúgalskur meistari er liðið sigraði Olhanense með tveimur mörkum gegn engu en þetta var fyrsti deildarititill liðsins í fjögur ár.

Sporting sigraði Helga Val Daníelsson og félaga í Belenenses um helgina og þurfti Benfica að sigra Olhanense til þess að klára titilinn en liðið átti ekki í vandræðum með það en Benfica er með sjö stiga forskot er tveir leikir eru eftir af deildinni.

Benfica vann sinn 33 deildartitil en þá aðeins þriðji tiill þeirra á þessu áratug en Porto hefur unnið titilinn síðustu þrjú árin og leiddi portúgölsku deildina lengi vel.

Liðið getur náð sögulegum árangri í Portúgal en liðið er komið í úrslitaleik portúgalska deildabikarsins og undanúrslit portúgalska bikarsins. Þá er liðið einnig í undanúrslitum Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Juventus.
Athugasemdir
banner
banner