Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 29. júlí 2014 14:45
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Stefni aftur út
Leikmaður 13. umferðar: Bjarki Þór Jónasson (Völsungur)
Bjarki Þór Jónasson
Bjarki Þór Jónasson
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Það reyndi nokkuð á okkur í vörninni en þeir fengu þó engin dauðafæri. Við náðum að spila eins og við ætluðum að gera og vörnin stóð fyrir sínu," sagði Bjarki Þór Jónasson við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 13. umferðar í 2.deild karla.

Völsungur sem eru í harðri botnbaráttu náðu í gott stig gegn ÍR á heimavelli í markalausum leik. ÍR-ingar eru í mikill toppbaráttu og því verður þetta að teljast nokkuð óvænt úrslit miðað við stöðu liðanna í deildinni.

Fyrsti Mærudagsleikurinn

,,Við vorum skipulagðir og spiluðum eins og við ætluðum að gera. Það gekk nánast allt upp. Þetta voru fín úrslit. Fyrir leik stefndum við að reyna fá eitthvað útúr þessum leik en miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá hefðum við hæglega getað stolið sigrinum," sagði varnarmaðurinn ungi en leikurinn var spilaður á sama tíma og bæjarhátíðin, Mærudagar voru á Húsavík.

,,Það var mikil stemning á vellinum og margir á vellinum. Þetta var fyrsti Mærudagsleikurinn minn með meistaraflokki en ég hef farið á marga Mærudagsleiki og það hefur oftast gengið mjög vel," sagði Bjarki Þór sem segir það skipta miklu máli að fá svona góðan stuðning á leikjum. Húsvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum meira en Reynir sem eru í fallsæti.

,,Vissulega ætluðum við að vera með fleiri stig en við erum með núna. En ég er bjartsýnn fyrir framhaldinu og ég hef engar áhyggjur af einhverri fallbaráttu," sagði Bjarki en þetta var hans fyrsti leikur með Völsung í sumar en hann gekk til liðs við Þórs fyrir tímabilið.

Halli bróðir spilar útum allt

,,Ég var ekki að fá að spila með meistaraflokknum hjá Þór. Ég taldi betra fyrir mig að fara aftur í Völsung og spila þar og bæta við mig reynslu fyrir næsta tímabil. Auðvitað hef ég sterkar taugar heim og ég hafði mikinn áhuga á að reyna hjálpa þeim eins og ég gat í erfiðri baráttu í 2. deildinni."

Bjarki Þór er yngri bróðir Hallgríms Jónassonar, landsliðsmanns í knattspyrnu.

,,Að mörguleyti erum við svipaðir leikmenn. Það er ekki hægt að segja annað. Hann er reyndar að spila útum allt núna en hann er miðvörður eins og ég. Við tölum saman oft í viku og förum yfir okkar mál. Hann reynir að hjálpa mér í því sem ég er að gera og ég honum," sagði Bjarki. Hann bjó í Danmörku í fyrra og æfði með liði SönderjyskE.

,,Það var frábær tími. Ég lærði mjög mikið þarna úti en því miður var ég mikið meiddur og fór aftur heim að lokum eftir að hafa verið meiddur í nokkra mánuði. Ég stefni á að fara aftur út en fyrst og fremst verð ég að sanna mig hérna heima. Ég tek bara eitt skref í einu," sagði leikmaður 13. umferðar í 2. deild karla, Bjarki Þór Jónasson.

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar: Viggó Kristjánsson (Grótta)
Leikmaður 10. umferðar: Jón Gísli Ström (ÍR)
Leikmaður 9. umferðar: Björn Axel Guðjónsson (Njarðvík)
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Jónasson (Fjarðabyggð)
Leikmaður 7. umferðar: Andri Þór Magnússon (Fjarðabyggð)
Leikmaður 6. umferðar: Atli Haraldsson (Sindri)
Leikmaður 5. umferðar: Hrafn Jónsson (Grótta)
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic (Huginn)
Leikmaður 3. umferðar: Arnar Sigurðsson (Grótta)
Leikmaður 2. umferðar: Viktor Smári Segatta (ÍR)
Leikmaður 1. umferðar: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Athugasemdir
banner
banner
banner