Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 10. ágúst 2014 10:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Præst og Rauschenberg í Stjörnunni í heimsókn
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar.
Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Martin Rauschenberg.
Miðvörðurinn Martin Rauschenberg.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Tveir leikmenn Stjörnunnar mættu í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í gær. Það eru Michael Præst, miðjumaður og fyrirliði, og miðvörðurinn Martin Rauschenberg.

Stjarnan er í harðri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn og hefur náð ótrúlegum árangri í Pepsi-deildinni þar sem liðið mætir ítalska stórliðinu Inter í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Inter vann pólska liðið Lech Poznan 1-0 samanlegt í forkeppninni en það eru úrslit sem komu flestum mjög á óvart. Í viðtalinu lýstu þeir upplifuninni í Póllandi.

„Það er erfitt að finna lýsingarorð yfir þetta. Það var eiginlega algjört brjálæði að fara þarna og tryggja okkur sigur í einvíginu. Þeir voru um 80% með boltann en frammistaða allra í okkar liði var hetjuleg. Ég fæ gæsahúð þegar ég hugsa um andrúmsloftið sem var á vellinum," segir Præst og Rauschenberg tekur undir:

„Við höfum verið góðir en lukkan hefur einnig verið með okkur í liði. Einnig höfum við verið klókir."

Vissum ekki hvað var í gangi
Leikmenn Stjörnunnar voru í flugi þegar liðið dróst á móti Inter og fengu þeir fréttirnar við lendingu.

„Við tveir sátum fremst í flugvélinni og allt liðið var í sætunum fyrir aftan. Við vorum að lenda í Kaupmannahöfn og svo allt í einu heyrast rosaleg læti og fagnaðarlæti. Við vissum ekkert hvað var í gangi, við snérum okkur við og spurðum og þá var bara kallað 'Inter! Inter'"

Michael Præst hefur verið algjör lykilmaður hjá Stjörnunni. „Hann hefur verið frábær fyrir liðið og er límið á miðjunni," segir Rauschenberg en útlit er fyrir að Præst hafi slitið krossbönd á vinstra hné og spili ekki meira á tímabilinu. Er það mikið áfall fyrir Garðabæjarliðið.

Fótbolti ekki skemmtilegur ef þú tapar
Talað hefur verið um að Stjörnuliðið hafi breytt um leikstíl og sé ekki eins áhorfendavænt og það var. Skipulagið sé meira og ekki sama rússibanareið og áður.

„Fótbolti snýst um að vinna. Hann er ekki skemmtilegur ef þú tapar. Fólk er að tala um að Stjörnuliðið hafi spilað svo skemmtilegan bolta fyrir nokkrum árum og mörg mörk voru skoruð í leikjunum. Mér er sama um hvernig fótboltinn er spilaður svo lengi sem sigrar vinnast. Þjálfarateymið á hrós skilið fyrir að halda okkur á jörðinni," segir Præst sem er með persónuleg markmið sem ná lengra en Pepsi-deildin.

„Ég fékk tilboð frá öðrum félögum, bæði hér á landi og erlendis fyrir tímabilið. Ég vildi taka þátt í því sem við í Stjörnunni hófum í fyrra með því að komast í Evrópukeppni. Ég vildi klára það verkefni. Ég hef metnað fyrir því að fara annað í atvinnumennsku en maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar ræða þeir meðal annars nánar um komandi leiki við Inter.
Athugasemdir
banner
banner