Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. október 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Abate til Liverpool?
Powerade
Ignazio Abate er á óskalista Liverpool.
Ignazio Abate er á óskalista Liverpool.
Mynd: Getty Images
Cech gæti verið á leið til Tyrklands.
Cech gæti verið á leið til Tyrklands.
Mynd: Getty Images
Slúðrið úr ensku blöðunum er að sjálfsögðu á sínum stað á þessum fína föstudegi.



Liverpool hefur hætt við að semja við markvörðinn Victor Valdes en hann er á leið til æfinga hjá Manchester United. (Liverpool Echo)

Anders Lindegaard gæti verið á förum frá Manchester United ef félagið ákveður að semja við Valdes. (Daily Express)

Liverpool er að skoða Ignazio Abate bakvörð AC Milan en hann gæti fyllt skarð Glen Johnson. (Daily Mirror)

Real Madrid vill kaupa framherjann Javier Hernandez sem er í láni frá Manchester United. Real Madrid vonast hins vegar til að United lækki verðmiðann úr 17 milljónum punda. (Daily Express)

Petr Cech, markvörður Chelsea, gæti óvænt verið á leið til Besiktas. (Talksport)

WBA gæti keypt kantmanninn Matt Ritchie frá Bournemouth á tvær milljónir punda í janúar. (The Sun)

Arjen Robben leikmaður FC Bayern segist ekki hugsa svo mikið sem 1% um endurkomu í ensku úrvalsdeildina. (Daily Telegraph)

Luka Modric segir leikmenn Real Madrid hafa slakað á í síðari hálfleik gegn Liverpool til að spara orku fyrir El Clasico slaginn á morgun. (Daily Mail)

Per Mertesacker, varnarmaður Arsenal, kennir hugarfari leikmanna um árangur tímabilsins hingað til. (Daily Telegraph)

Lee Bowyer segir að Newcastle muni hrapa niður deildir eins og Wolves ef að Alan Pardew verður ekki rekinn. (Chronicle)

Mark Hughes, stjóri Stoke, óttast að Victor Moses fái stimpil á sig eftir að Garry Monk stjóri Swansea kallaði hann svindlara um síðustu helgi. (Daily Express)

Vito Mannone verður áfram í marki Sunderland um helgina þrátt fyrir að hafa fengið á sig átta mörk gegn Southampton. (Sunderland Echo)

Shahid Khan, eigandi Fulham, ætlar að mæta til Englands í næstu viku til að ráða nýjan stjóra. Kit Symons þykir líklegastur í starfið. (Daily Telegraph)

Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, segir að félagið hafi hótað að láta Thierry Henry borga fyrir að skiptast á treyjum þar sem hann gaf mótherjum sínum svo margar treyjur eftir leiki. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner