Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
   sun 09. nóvember 2014 13:43
Fótbolti.net
Upptaka - Hörður Björgvin leitar í smiðju Fóstbræðra
Icelandair
Hörður í leik með Cesena.
Hörður í leik með Cesena.
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon er í byrjunarliði Cesena sem leikur ansi mikilvægan leik gegn Chievo í botnbaráttu ítölsku A-deildarinnar í dag.

Á morgun fer Hörður síðan í flug til Belgíu en hann var valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Belgum og Tékkum.

„Þetta hefur verið stefnan lengi og það er heiður fyrir mig að vera valinn í þennan góða og glæsilega hóp," sagði Hörður í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær.

Hörður hefur verið að spila nokkrar stöður fyrir Cesena á tímabilinu.

„Ég er hafsent en ég get leyst ýmsar stöður, eins og til dæmis vinstri bakvörð. Það er ekkert mál. Ég er tilbúinn að spila þar sem ég fæ tækifæri."

Hörður þarf væntanlega að ganga í gegnum hina frægu nýliðavígslu með landsliðinu en hún gengur út á að syngja fyrir framan hópinn. Hörður opinberaði í viðtalinu að hann sé tilbúinn undir það og mun leita í smiðju Fóstbræðra. Hann ætlar að syngja Þriðjudagskvöld með Gleðisveitinni Partý.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Hörð í spilaranum hér að ofan en við látum lagið að sjálfsögðu fylgja með hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner