Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. ágúst 2016 09:31
Elvar Geir Magnússon
Björn Daníel samdi til þriggja ára við AGF (Staðfest)
Björn Daníel er 26 ára.
Björn Daníel er 26 ára.
Mynd: AGF
Björn Daníel Sverrisson er formlega orðinn leikmaður AGF í Danmörku en á heimasíðu félagsins er staðfest að hann hafi skrifað undir þriggja ára samning. Þessi 26 ára Hafnfirðingur getur leikið allar stöður á miðsvæðinu.

Jens Andersson, íþróttastjóri AGF, segir félagið hafa haft augu með Birni í nokkurn tíma og fylgst með honum í nokkrum leikjum.

„Hann er með hina hefðbundnu íslensku nálgun og ýmis gæði sem passa vel í okkar lið. Hann hefur góðan vinstri fót, öflugur með boltann, les leikinn vel og er sterkur. Hann er vanur því að taka þátt í sóknarleiknum og skila mörkum. Hann styrkir okkur," segir Andersson.

Björn Daníel kemur frá Viking í Stafangriþar serm hann hefur leikið síðan 2014, spilað 97 leiki og skorað 17 mörk.

„Það er góð tilfinning að vera hérna og hafa skrifað undir hjá þessu frábæra félagi. Ég er gríðarlega glaður," segir Björn sem á sex landsleiki fyrir Íslands.

„Þetta er rétt skref fyrir mig og ég er spenntur. Vonandi get ég sýnt mínar bestu hliðar og hjálpað liðinu að fara eins ofarlega á töflunni og mögulegt er."

Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn að hann sé betri leikmaður eftir dvölina í Noregi. Hans markmið sé að reyna að koma sér inn í landsliðið.

„Ég veit að danska deildin er töluvert sterkari en sú norska og ef maður stendur sig þar, þá er meiri möguleiki að komast í landsliðið. Það eru bara svo stórar kanónur á miðjunni í landsliðinu að maður þarf að gera einhvern svakalegan usla í Danmörku til að landa föstu sæti í liðinu," segir Björn.

„Nú er Heimir tekinn við landsliðinu og það gefur kannski einhverjum nýjum leikmönnum aukna möguleika. Lars var svolítið íhaldssamur en það virkaði líka vel."

AGF er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar að loknum sex umferðum.
Athugasemdir
banner
banner