Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. febrúar 2017 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Bikarævintýri Lincoln - Mæta North Ferriby í næsta leik
Bikarævintýri Lincoln City hefur verið ótrúlegt
Bikarævintýri Lincoln City hefur verið ótrúlegt
Mynd: Getty Images
Þetta tímabil hefur verið ævintýrum líkast fyrir Lincoln City. Í gær náðu þeir í einhvern óvæntasta sigur í sögu ensku bikarkeppninnar þegar þeir sigruðu úrvalsdeildarlið Burnley.

Með sigrinum varð Lincoln fyrsta utandeildarliðið í 103 ár til þess að komast í 8-liða úrslit bikarsins, en síðasta lið til þess að gera það sama var QPR árið 1914.

Þrátt fyrir að lifa í draumi þarf Lincoln City að snúa aftur til raunveruleikans því næst bíða þeirra lið North Ferriby í utandeildinni.

Lincoln situr í efsta sæti utandeildarinnar og getur því unnið sig aftur í ensku deildarkeppnina en þar voru þeir síðast tímabilið 2010-11.

„Einbeitningin er á Ferriby. Það er sannleikurinn," sagði Danny Cowley, stjóri Lincoln.

Til þess að komast í 8-liða úrslit bikarsins hefur Lincoln þurft að fara í gegnum 6 umferðir í bikarnum! Sem dæmi hafa Manchester United og Chelsea aðeins farið í gegnum þrjár umferðir.

Dregið var í 8-liða úrslitin í kvöld mætir Lincoln annað hvort utandeildarliði Sutton eða stórliði Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner