Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Redknapp reiður: Alli gat bundið enda á feril hans
Alli fékk verðskuldað rautt spjald.
Alli fékk verðskuldað rautt spjald.
Mynd: Getty Images
Gærkvöldið var vont fyrir Dele Alli og Tottenham. Liðið féll úr leik gegn Gent frá Belgíu í Evrópudeildinni og Alli fékk rautt spjald fyrir afskaplega ljóta tæklingu sem Brecht Dejaegere fékk að finna fyrir nokkrum mínútum fyrir hálfleik.

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, var harðorður í garð Alli eftir leikinn sem sérfræðingur í beinni sjónvarpsútsendingu.

„Hann verður að koma þessu út úr leik sínum. Ég elska hann sem leikmann en þessi tækling var hrikaleg. Hann hefði getað bundið enda á feril gaursins. Það var ekki Alli að þakka að hann fótbrotnaði ekki. Það er í raun ótrúlegt að þetta fór ekki verr," sagði Redknapp um tæklinguna hjá Alli.

„Hann missti hausinn algjörlega."

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, kom Alli til varnar eftir leik.

„Hann er sérstakur leikmaður og sérstakur strákur. Hann er ótrúlegur persónuleiki og karakter og því er hann gríðarlega góður leikmaður. Hann hefur mikla ástríðu fyrir fótbolta. Nú er það okkar að sýna honum stuðning því hann er mjög vonsvikinn og sár inni í búningsklefanum," segir Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner