Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Við erum að spila upp á framtíð okkar
Mynd: Getty Images
„Þetta er að verða alvarlegra núna," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ósáttur eftir 3-1 tap liðsins gegn Leicester í dag.

Liverpool hefur einungis unnið tvo af tólf leikjum sínum árið 2017 og Klopp segir að hann og leikmenn liðsins séu að spila upp á framtíð sína hjá félaginu.

„Við erum allir að spila upp á framtíð okkar, þar á meðal ég. Við erum dæmdir á hverjum degi, sérstaklega á leikdegi," sagði Klopp.

„Auðvitað hefur frammistaðan áhrif. Ég held að málið sé ekki að leikmennirnir séu ekki jafn góðir og ég hélt. Ég held að þeir þurfi meiri hjálp frá mér til að sýna það vikulega."

„Ég finn fyrir mikilli ábyrgð. Ég nota orðin 'við' en ekki 'þeir' því að ég er hluti af þessu. Þetta var ekki nógu gott í byrjun leiks, ekki nógu gott um miðbik leiksins og ekki í lokin."

Athugasemdir
banner
banner
banner