Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. mars 2017 07:00
Elvar Geir Magnússon
Haukur Harðar: Kári og Raggi væru fínir í hjónabandi
Icelandair
Haukur ræðir við Aron Einar Gunnarsson í Albaníu.
Haukur ræðir við Aron Einar Gunnarsson í Albaníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er svakalegt próf þessi leikur, hann er rosalega mikilvægur og spennandi," segir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður sem lýsir landsleik Kosóvó og Íslands á RÚV í kvöld.

Haukur fór yfir líklegt byrjunarlið Íslands í viðtali við Fótbolta.net í gær. Hann reiknar með því að Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason haldi sínum stöðum í hjarta varnarinnar.

„Að mínu mati hefur Kári verið besti leikmaður Íslands í þessari undankeppni, ef þú tekur heildarframmistöðu. Kári og Raggi væru fínir í hjónabandi, þeir elska að spila saman."

Haukur telur að miðvarðastöðurnar séu þær stöður þar sem Ísland hefur mestu breddina.

„Sverrir Ingi Ingason myndi leysa þessa stöðu óaðfinnanlega og hann hefur leikið vel þegar hann hefur komið inn. Það er rosalega spennandi leikmaður sem ég kann vel að meta," segir Haukur og hrósar einnig Hólmari Erni Eyjólfssyni.

Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa báðir átt frábært tímabil í enska boltanum.

„Ég held að þeir hafi aldrei komið eins heitir saman í landsliðsverkefni. Það verður spennandi að sjá hversu öflugir og frískir þeir verða á miðjunni," segir Haukur en viðtalið þar sem hann fer yfir líklegt byrjunarlið er í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Líklegt byrjunarlið Íslands - Skoðað með Hauki Harðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner