Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2017 06:30
Stefnir Stefánsson
Neil Taylor gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu
Neil Taylor gæti verið í frekari vandræðum
Neil Taylor gæti verið í frekari vandræðum
Mynd: GettyImages
Neil Taylor varnarmaður Aston Villa og velska landsliðsins gæti átt yfir höfði sér frekari refsingu fyrir tæklingu sína á Seamus Coleman í landsleik Wales og Íra á föstudaginn síðastliðinn.

Seamus Coleman fótbrotnaði illa eftir tæklinguna og var Neil Taylor vísað af velli í kjölfarið. Taylor mun vera í banni í leik Wales gegn Serbíu þann 11 júní næstkomandi.

Bannið gæti hinsvegar verið lengt í þrjá leiki ef að FIFA tekur atvikið fyrir eftir að það fær skýrslu dómarans um atvikið.

Gareth Bale mun einning missa af leik Wales gegn Serbíu en hann fékk sitt annað gula spjald í keppninni.

Þjálfari Íra, Martin O'Neill sem mun stýra Írum í kvöld gegn Íslandi, sagði að tæklingar Bale og Taylor hefðu verið mjög daprar.

Það þurfti að sauma nokkur spor í O'Shea eftir viðskipti sín við Bale í leiknum.

Þá hefur Írski forsætisráðherrann, Enda Kenny, tjáð sig um tæklingu Taylor þar sem að hann lýsti tæklingunni sem „hræðilegri".

Þjálfari Wales, Chris Coleman varði leikmenn sýna og sagði meðal annars að Bale hafi ekki einu sinni talið að tækling sín á O'Shea hefði átt að verðskulda gult spjald.
Athugasemdir
banner
banner