Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. apríl 2017 18:15
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Tottenham
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Spurs.
Líkleg byrjunarlið Chelsea og Spurs.
Mynd: Guardian
Chelsea og Tottenham mætast í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley á morgun laugardag klukkan 16:15 þar sem leikið verður til þrautar í leik sem lætur mann fá vatn í munninn.

Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, er mjög tæpur vegna veikinda en markvörðurinn Thibaut Courtois hefur jafnað sig af ökklameiðslum sem gerðu það að verkum að hann missti af leiknum gegn Manchester United í síðustu viku.

Marcos Alonso var veikur þegar sá leikur fór fram en snýr væntanlega aftur.

Hugo Lloris, markvörður Spurs, spilar líklega sinn fyrsta FA-bikarleik síðan 2014 þar sem Michel Vorm er meiddur á hné.

Danny Rose er farinn aftur að æfa eftir hnémeiðsli en verður ekki með í þessum leik.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Athugasemdir
banner
banner
banner