Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. apríl 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Morðinginn í brasilíska boltanum aftur í fangelsi
Bruno fer aftur í fangelsi.
Bruno fer aftur í fangelsi.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Bruno Fernandes, fyrrum fyrirliði Flamengo í Brasilíu, fer aftur á bak við lás og slá. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að myrða kærustu sína á hrottafenginn hátt.

Honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í byrjun mars án þess að hafa afplánað langstærstan hluta dómsins. Brasilískir dómstólar ákváðu að snúa þessu við og nú er Bruno á leið aftur inn.

Konan, sem Bruno myrti, hét Eliza Samudio og var 25 ára gömul en saman áttu þau son. Samuido var pyntuð áður en hún var myrt, líkið var svo bútað niður af Bruno og gefið hundunum hans.

Fernandes var búinn að semja við Boa Esporte sem leikur í brasilísku B-deildinni, en nú er ljóst að hann mun ekki spila með þeim.

Það vakti mikla reiði í Brasilíu, bæði þegar hann var látinn laus úr fangelsinu og þegar hann samdi við Boa Esporte. Þrír styrktaraðilar Boa Esporte riftu samningum sínum við félagið eftir að koma Bruno var staðfest og tölvuárás var gerð á heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner