Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. apríl 2017 08:30
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið KR og Víkings R.
Mánudagur klukkan 19:15
Tobias Thomsen, sóknarmaður KR.
Tobias Thomsen, sóknarmaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Annað kvöld, mánudagskvöld, eigast við KR og Víkingur Reykjavík í Pepsi-deildinni.

Mikill uppgangur var hjá KR á undirbúningstímabilinu og liðinu gekk afar vel í leikkerfinu 3-4-3. Við reiknum fastlega með því að það verði kerfið sem KR-ingar fara með inn í Íslandsmótið.

Við spáum því að KR haldi sama byrjunarliði og í undanúrslitum og úrslitaleik Lengjubikarsins. Liðinu sem færði þeim sigur gegn FH og svo stórsigur gegn Grindavík.

Gunnar Þór Gunnarsson var meiddur í þeim leikjum og 17 ára strákur, Ástbjörn Þórðarson, spilaði. Mögulegt er að Gunnar komi inn í miðvarðalínuna og Arnór Sveinn Aðalsteinsson leiki þá sem vængbakvörður.

Í fremstu víglínu er svo Tobias Thomsen, nýi danski sóknarmaðurinn sem hefur sett sér það markmið að taka gullskóinn en hann hefur skorað í öllum leikjum sem hann hefur spilað hér á landi á undirbúningstímabilinu.



Spennandi verður að sjá hvernig nýir erlendir leikmenn Víkinga koma inn í Íslandsmótið. Þeir vonast til þess að Geoffrey Castillion verði heitur fyrir framan mark andstæðingana en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri gegn HK í æfingaleik á dögunum.

Milos Ozegovic er serbneskur miðjumaður og verður í byrjunarliðinu. Óvíst er þó hvort Belginn Muhammed Mert byrjar en hann er í harðri samkeppni við Ragnar Braga Sveinsson, sem kom frá Fylki, um byrjunarliðssæti.



Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner