Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. apríl 2017 15:40
Kristófer Kristjánsson
Koeman: Þeir verða meistarar
Ronald Koeman, stjóri Everton
Ronald Koeman, stjóri Everton
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, var að vonum ekkert sérlega ánægður eftir 0-3 tap gegn toppliði Chelsea á Goodison Park í dag en honum fannst frammistaða sinna manna þó ágæt. Það voru þeir Pedro, Gary Cahill og Willian sem gerðu mörkin fyrir Chelsea í dag en Koeman segir að gæði andstæðinganna hafi verið of mikil í dag.

„Við gerðum vel í dag, þangað til þeir skoruðu fyrsta markið," sagði hann við Sky Sports eftir leikinn.

„Gæðin þeirra eru bara það mikil en við spiluðum vel, Idrissa Gueye var frábær og við héldum Eden Hazard rólegum. Það er erfitt að vinna Chelsea, þeir verða meistarar. Við þurfum að finna hvatninguna til að enda tímabilið vel hinsvegar."

Everton er í sjöunda sæti deildarinnar með 58 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner