Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. júní 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dani Alves: Allir vita að ég dáist að Guardiola
Gætu unnið saman aftur.
Gætu unnið saman aftur.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Dani Alves segir að allir viti það að hann dáist að knattspyrnustjóranum Pep Guardiola.

Alves vill fara frá Juventus og hefur beðið um leyfi hjá Ítalíumeisturunum um að fá að fara.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester City og nú hefur hann kryddað þennan orðróm með ummælum um Guardiola, sem hefur verið stjóri Man City undanfarið ár.

„Hef ég beðið um að fá að fara? Ég leyfi umboðsmönnum mínum að vinna úr þessu og þeir ætla að láta mig vita þegar þeir finna lausn á þessu," sagði Alves í spjallþætti í Brasilíu.

Alves var eftir þetta spurður hvort City yrði hans næsta lið.

„Það vita allir að ég dáist að Pep Guardiola," sagði hann þá, en hann og Guardiola unnu saman hjá Barcelona á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner