Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 08:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Stoke vilja fá Delph að láni
Fabian Delph er líklega á förum frá Manchester City
Fabian Delph er líklega á förum frá Manchester City
Mynd: Getty Images
Stoke City hefur beðið um að fá Fabian Delph miðjumann Manchester City á láni.

Manchester City hefur gefið það út að þeir séu tilbúnir að leyfa enska landsliðsmanninum að fara en þeir virðast ekki hafa áhuga á að lána kappann og vilja helst selja hann. Þeir hafa sett 12 milljóna punda verðmiða á Delph sem hefur fengið fá tækifæri hjá City síðan hann kom til félagsins árið 2015.

Stoke vill hins vegar frekar fá Delph að láni og hafa lagt fram þá kröfu til City.

Delph gekk til liðs við City frá Aston Villa fyrir 10 milljónir punda í júlí 2015 en hefur aldrei náð að stimpla sig inn í byrjunarliðið. Á síðasta tímabili spilaði hann aðeins 13 leiki, sjö af þeim í úrvalsdeildinni og aðeins tveir þeirra voru í byrjunarliðinu, gegn Chelsea og Hull City í apríl.
Athugasemdir
banner
banner