Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júní 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coman handtekinn í París - Grunaður um heimilisofbeldi
Coman er í veseni.
Coman er í veseni.
Mynd: Getty Images
Kingsley Coman, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayern München, hefur verið handtekinn grunaður um heimilisofbeldi, en frá þessu greina fjölmiðlar í heimalandi hans, Frakklandi.

Tvö atvik eru sögð hafa átt sér stað, á sunnudag og mánudag, en Coman reifst heiftarlega við fyrrverandi kærustu sína.

Hinn 21 árs gamli Coman var handtekinn á mánudagsmorgun í úthverfum Parísar, höfuðborgar Frakklands.

Coman hringdi víst sjálfur í lögregluna eftir rifrildi um auglýsingarsamning. Fyrrverandi kærasta hans ræddi síðan við lögregluna er hún kom á staðinn og þá var Coman handtekinn.

Það er búið að sleppa honum, en hann þarf að mæta fyrir framan dómstóla í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner