Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki þess virði að borga 60 milljónir fyrir Van Dijk"
Van Dijk er búinn að vera mjög eftirsóttur í sumar.
Van Dijk er búinn að vera mjög eftirsóttur í sumar.
Mynd: Getty Images
Steve Nicol, fyrrverandi leikmanni Liverpool, segir að það sé ekki þess virði að borga 60 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk.

Van Dijk hefur mikið verið í fréttum í sumar, en hann hefur verið eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Svo virtist sem van Dijk væri fyrir nokkrum vikum á leið til Liverpool, en það má segja með sanni að Liverpool hafi klúðrað því rækilega. Þeir ræddu ólöglega við van Dijk og Southampton, lið van Dijk, hótaði að kæra það til ensku úrvalsdeildarinnar.

Í kjölfarið sendi Liverpool frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar. Í yfirlýsingunni greindi Liverpool einnig frá því að félagið væri hætt við að fá van Dijk í sínar raðir eftir þennan "misskilning".

Nicol býst við því að Liverpool muni enn reyna að fá Van Dijk, en hann telur að það sé of mikið að borga 60 milljónir punda fyrir hann.

„Ef verðið er rétt, þá já," sagði Nicol við ESPN, aðspurður um það hvort Liverpool gæti enn reynt að fá Van Dijk.

„Ef verðið er rétt, sem ég vona að sé ekki 60 milljónir punda, ég held að hann sé ekki 60 milljón punda virði."
Athugasemdir
banner
banner
banner