Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. júní 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona mætir Chapecoense í vináttuleik
Börsungar fá Chapecoense í heimsókn.
Börsungar fá Chapecoense í heimsókn.
Mynd: Getty Images
Barcelona mætir brasilíska liðinu Chapecoense í vináttuleik þann 7. ágúst næstkomandi.

Leikurinn er settur upp til að minnast þeirra sem létust þegar brasilíska liðið lenti í flugslysi á leið í leik í fyrra.

71 af 77 farþegum létust en einungis þrír leikmenn Chapecoense lifðu slysið af.

Barcelona er árlega með vináttuleik fyrir mót þar sem keppt er um Joan Gamper bikarinn en þar er lið heimamanna kynnt fyrir stuðningsmönnum fyrir komandi tímabil.

Chapecoense fékk 25 nýja leikmenn í hópinn eftir flugslysið í fyrra auk þess sem níu leikmenn komu upp úr unglingastarfi félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner