Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júlí 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
EM kvenna um helgina - Ísland mætir Sviss
Hvað gerir Ísland á móti Sviss á morgun?
Hvað gerir Ísland á móti Sviss á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Evrópumótið í Hollandi heldur áfram um helgina en stærsti leikur helgarinnar er að sjálfsögðu leikur stelpnanna okkar gegn Sviss á laugardag.

B-riðillinn verður spilaður á morgun en þá mætast Svíþjóð og Rússland í fyrri leiknum en Þýskaland mætir Ítalíu í seinni leik dagsins.

C-riðillinn er sá riðill þar sem öll augu verða á en það riðill Íslands. Líkt og áður segir mætir Ísland stöllum sínum í Sviss í mikilvægum leik klukkan 16:00 en leikið verður á De Vijverberg vellinum.

Í hinum leik riðilsins mætasta Frakkar og Austurríki.

Helginni lýkur svo á sunnudag þegar D-riðillinn verður spilaður en þá mætast Skotar og Portúgalar annars vegar og Englendingar og Spánverjar hins vegar.


Föstudagur 21. júlí
EM kvenna B-riðill
16:00 Svíþjóð - Rússland
18:45 Þýskaland - Ítalía

Laugardagur 22. júlí
EM kvenna C-riðill
16:00 Ísland - Sviss (De Vijverberg Stadium)
18:45 Frakkland - Austurríki

Sunnudagur 23. júlí
EM kvenna D-riðill
16:00 Skotland - Portúgal
18:45 England - Spánn
Athugasemdir
banner
banner
banner