Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júlí 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski þjálfarinn svaf yfir leik Þýskalands
Sampson er þreyttur.
Sampson er þreyttur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Evrópumótið í Hollandi er að gera landsliðsþjálfara England, hann Mark Sampson, mjög þreyttan.

Sampson reyndi eftir bestu getu að fylgjast með leik Þýskalands og Rússlands á þriðjudag, en hann sá ekki mikið af þeim leik þar sem hann var sofandi.

Sumir leikir Evrópumótsins hefjast 18:45 að íslenskum tíma, en þá er klukkan 20:45 í Hollandi. Sampson segir það erfitt.

„Að leikirnir séu að hefjast 20:45 er erfitt," sagði Sampson á blaðamannafundi í gær.

„Hvenær spiluðum við gegn Spáni? Á sunnudag? Það er erfitt að vakna morgunin eftir og halda áfram að vinna."

„Ég reyndi eftir bestu getu að horfa á leikinn hjá Þýskalandi, ég sofnaði eftir 30 mínútur - vaknaði þegar 75 mínútur voru búnar og sofnaði aftur tíu mínútum síðar. Leikurinn endaði 0-0 eftir því sem ég kemst næst," sagði Sampson sem missti af báðum mörkum Þýskalands í 2-0 sigri á Rússlandi.

Til að bæta aðeins við erfiða leiktíma, þá er Sampson nýbakaður faðir og því skiljanlegt að hann sé þreyttur.

Þýskaland er eitt af þeim liðum sem mun berjast við England um sigur á þessu móti. Því spurning hvort Sampson muni sjá eftir því að hafa dottað yfir leiknum á þriðjudag.

England leikur í dag sinn síðasta leik í riðlakeppninni, gegn Portúgal, en fyrir þann leik er England með fullt hús stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner