Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. júlí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Van Dijk þarf að virða samning sinn við Southampton"
Mynd: Getty Images
Nigel Adkins, fyrrum knattspyrnustjóri Southampton, er ekki sérstaklega ánægður með hegðun Virgil van Dijk undanfarna daga. Adkins segir að Hollendingurinn eigi að virða sinn samning.

Hinn 26 ára gamli Van Dijk hefur æft einn undanfarna daga hjá Southampton. Hann er búinn að tjá stjóra dýrlingana, Mauricio Pellegrino, að hann vilji komast burt.

Van Dijk fór ekki með í æfingaferð Southampton til Frakklands.

Samkvæmt heimildarmanni Sky Sports verður Van Dijk leikmaður Liverpool þegar félagsskiptaglugginn lokar.

Van Dijk er sagður vilja komast til Liverpool, en Adkins segir að hann verði þrátt fyrir það að virða Southampton .

„Hann þarf að virða Southampton - hann þarf að æfa og hann þarf að æfa fyrir þá," sagði Adkins við Sky Sports.

„Hann þarf að virða samning sinn við Southampton."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner