Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. júlí 2017 23:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Álafoss hafði tapað öllum - Unnu í kvöld
Álafoss vann loksins!
Álafoss vann loksins!
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Úr leik hjá KFS. Þeir töpuðu óvænt í kvöld.
Úr leik hjá KFS. Þeir töpuðu óvænt í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þrír leikir voru í 4. deild karla í kvöld. Einn var í B-riðli, en hinir tveir leikirnir sem voru í kvöld voru leikir í D-riðlinum.

B-riðill
Í B-riðli er ÍH að stinga af. Þar næst á eftir koma Augnablik og KFS með 22 stig. KFS hefði getað komist upp fyrir Augnablik með sigri í kvöld, en tap var niðustaðan hjá Vestmannaeyingum gegn SR. KFS er áfram í þriðja sæti, en á meðan er SR í sjöunda sæti með 10 stig.

SR 1 - 0 KFS
1-0 Hrafn Ingi Jóhannsson ('9)

D-riðill
Ein óvæntustu úrslitin í 4. deildinni þetta sumarið komu í Mosfellsbæ í kvöld. Álafoss hafði tapað öllum sínum leikjum fyrir kvöldið, en í kvöld tókst þeim að vinna 2-0 sigur á KB. Álafoss er núna með þrjú stig. Í hinum leik kvöldsins í D-riðlinum hafði Stál-úlfur betur gegn Drangey. Stál-úlfur heldur í við efstu liðin á meðan Drangey er að berjast í neðri hlutanum ásamt KB, Geisla A. og Álafossi.

Stál-úlfur 2 - 0 Drangey
1-0 Ramunas Macezinskas ('83)
2-0 Hjalti Ómarsson ('91)

Álafoss 2 - 0 KB
1-0 Ægir Örn Snorrason ('60)
2-0 Ísak Máni Viðarsson ('65)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner