Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. júlí 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Deportivo ætlar að kaupa Perez aftur af Arsenal
Perez á skotskónum á síðasta tímabili.
Perez á skotskónum á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Deportivo La Coruna hefur lagt fram tilboð í Lucas Perez, framherja Arsenal.

Perez kostaði Arsenal 17,1 milljón punda þegar hann kom til félagsins frá Deportivo í fyrrasumar.

Hinn 28 ára gamli Perez skoraði sjö mörk í 21 leik á sínu fyrsta tímabili með Arsenal en hann vill núna fara aftur til Deportivo.

„Arsenal veit að hann vill fara. Það eru engin tækifæri hér," sagði Rodrigo Fernandez Lovelle umboðsmaður Perez.

Perez vill fá að spila meira til að auka möguleika á sæti í spænska landsliðshópnum fyrir HM í Rússlandi á næsta ári.

Hann er einnig mjög ósáttur við að Arsenal hafi tekið treyju númer 9 af honum og látið Alexandre Lacazette fá hana án þess að ræða málið frekar.
Athugasemdir
banner
banner
banner