Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. ágúst 2017 11:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Ousmane Dembele settur í bann hjá Dortmund
Ousmane Dembele er kominn í ótímabundið bann hjá Dortmund
Ousmane Dembele er kominn í ótímabundið bann hjá Dortmund
Mynd: Getty Images
Þýska stórliðið Borussia Dortmund hefur sett franska kantmanninn, Ousmane Dembele, í ótímabundið bann hjá félaginu. Bannið kemur í kjölfar þess að félagið hafnaði stóru tilboði frá Barcelona í kappann.

Þessi tvítugi franski landsliðsmaður mætti ekki á æfingu hjá félaginu daginn eftir að tilboðinu var hafnað og var hann sektaður og settur í bann fram á mánudag. Núna hefur hann hins vegar verið settur í ótímabundið bann.

Dortmund hitti forráðamenn Barcelona í síðustu viku en spænska stórliðið vildi ekki gangast við kröfum Dortmund. Þjóðverjarnir segja að í augnablikinu sé ólíklegt að Dembele sé á förum til Katalóníu.

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, Michael Zorc sagði: „Fókusinn hjá okkur er á undirbúning fyrir opnunarleik Bundesligunnar gegn Wolfsburg. Dembele hefur möguleika á að æfa einn fyrir utan hópinn."
Athugasemdir
banner
banner