Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. ágúst 2017 10:25
Elvar Geir Magnússon
SportTv sýnir ítalska boltann í beinni
SportTv næst í sjónvarpinu og einnig á netinu.
SportTv næst í sjónvarpinu og einnig á netinu.
Mynd: Getty Images
SportTv sýnir ítalska boltann í beinni útsendingu þetta tímabilið. Opnunarleikur Juventus og Cagliari sem verður klukkan 16 í dag er fyrsta beina útsendingin.

Stöðin næst á rás 13 í sjónvarpi símans og 29 í sjónvarpi Vodafone. Þá næst stöðin einnig í gegnum netið þegar horft er hér á landi.

-FRÉTTATILKYNNING-
Í dag, laugardaginn 19. ágúst 2017, hefur nýtt fyrirtæki á sviði íþróttafjölmiðlunar, Sportmiðlar ehf., starfsemi sína með sjónvarpsútsendingum SportTV, sjónvarpsarms fyrirtækisins, á rásum 13 í sjónvarpi Símans og 29 í sjónvarpi Vodafone.

Dagskrá SportTV um helgina mun mótast af því að ítalski fótboltinn fer að rúlla og mun stöðin sýna fjóra leiki í beinni útsendingu, leiki Juventus og Cagliari, Verona og Napoli, Atalanta og Roma og Inter og Fiorentina. Þá verður sýndur upphitunarþáttur og samantektarþáttur eftir að umferðinni lýkur. Umsjónarmenn helgardagskrárinnar eru Valtýr Björn Valtýsson og Snorri Sturluson.

Á næstu vikum mun dagskrá SportTV aukast að vöxtum og bætast við hana bæði innlent og erlent efni, beinar útsendingar og dagskrárgerð.

Útsendingar SportTV eru opnar og gjaldfrjálsar.
Athugasemdir
banner
banner