Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. ágúst 2017 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafntefli gegn Man City í fyrsta leik Gylfa
Mynd: Getty Images
Markaskorararnir í baráttu.
Markaskorararnir í baráttu.
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 1 Everton
0-1 Wayne Rooney ('35 )
1-1 Raheem Sterling ('83 )
Rautt spjald: Kyle Walker, Manchester City ('44), Morgan Schneiderlin, Everton ('88)

Gylfi Þór Sigurðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik með Everton. Hann var keyptur frá Swansea fyrir 45 milljónir punda á miðvikudaginn síðasta og í kvöld lék hann sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið.

Everton heimsótti Manchester City, en flestir telja að City muni taka Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. Gylfi byrjaði á bekknum.

Það voru gestirnir frá Liverpool-borg sem komust yfir í leiknum. Það var Wayne Rooney sem skoraði markið eftir frábæran undirbúning hjá Dominic Calvert-Lewin. Þetta var 200. mark Rooney í ensku úrvalsdeildinni og hann er nú næst markahæstur í sögu deildarinnar.

Stuttu áður en fyrri hálfleikurinn var flautaður af fékk Kyle Walker, bakvörður City sitt annað gula spjald og þar með rautt. Pep Guardiola, stjóri Man City, var alls ekki sáttur með dóminn.

Á 61. mínútu kom stundin sem allir voru að bíða eftir, Gylfi kom inn á fyrir Tom Davies. Okkar maður fékk hálftíma í kvöld.

Þegar leið á seinni hálfleikinn datt Everton neðar á völlinn og City-menn nýttu sér það, þeir jöfnuðu á 83. mínútu. Boltinn datt þá fyrir Raheem Sterling í teignum og hann kláraði listavel.

Það urðu lokatölur í kvöld, 1-1. Bæði lið hafa fjögur stig eftir tvo leiki. Næsti leikur Everton er gegn Hadjuk Split í Evrópudeildinni á fimmtudag. Vonandi fær Gylfi að byrja þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner