Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. ágúst 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Spennan magnast í Inkasso
Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum. Hvað gera þeir í dag?
Keflvíkingar töpuðu síðasta leik sínum. Hvað gera þeir í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er fjörugur dagur framundan.

Spennan er rafmögnuð í Inkasso-deildinni. Þar er Keflavík á toppnum, en þeir töpuðu síðasta leik gegn Haukum eftir að hafa verið 2-0 yfir. Í dag fær Keflavík spræka ÍR-inga í heimsókn.

Toppbaráttan er mjög hörð og ef Keflavík misstigur sig í dag þá eru liðin fyrir neðan tilbúin að láta greipar sópa.

Eitt af þessum liðum er Þróttur R. Þeir mæta Leikni R. í dag.

Það er ekki bara Inkasso-fjör í dag. Það eru líka leikir í 3. deild karla þar sem Kári er í góðum málum, Kóngarnir og Úlfarnir mætast í 4. deildinni og 2. deild kvenna eigast Fjölnir og Augnablik við.

Sjáðu alla leiki dagsins hér að neðan.

fimmtudagur 24. ágúst

Inkasso deildin 1. deild karla 2017
18:00 Keflavík-ÍR (Nettóvöllurinn)
18:00 Leiknir R.-Þróttur R. (Leiknisvöllur)

3. deild karla 2017
18:00 Reynir S.-Kári (Sandgerðisvöllur)

4. deild karla 2017 C-riðill
18:00 Kóngarnir-Úlfarnir (Þróttarvöllur)

2. deild kvenna
18:30 Fjölnir-Augnablik (Extra völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner