Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. september 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Neville: Rashford er í sama gæðaflokki og Mbappe og Dembele
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Phil Neville, sérfræðingur Sky og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Marcus Rashford sé í sama gæðaflokki og Kylian Mbappe hjá PSG og Ousmane Dembele hjá Barcelona.

Hinn 19 ára gamli Rashford skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri Manchester United á Burton í gær.

„Allir hrósa Ousmane Dembele og Kylian Mbappe en enginn talar um Rashford hér í landi," sagði Neville.

„Af því að hann er enskur segjum við bara 'hann spilar á vinstri kanti og er ágætur."

„Hann er í sama gæðaflokki og Dembele og Mbappe sem geta spilað á báðum köntunum. Fólk segir að Rashford eigi að spila frammi en þú getur látið hann spila hvar sem er því hann er nægilega góður."

„Rashford er í sama gæðaflokki og þessir tveir, 100-150 milljóna punda leikmenn. Hann er jafn góður og þessir tveir og getur orðið það í framtíðinni líka því að hann er að bæta sig á hverju tímabili."

„Hann skaust fram á sjónarsviðið undir stjórn Louis van Gaal og sló í gegn. Á öðru tímabili sínu hjá Jose Mourinho héldu allir að hann myndi ekki spila en hann spilaði í öllum stóru leikjunum. Núna er hann að bæta mörkum við leik sinn og hann getur orðið heimsklassa leikmaður."

Athugasemdir
banner
banner