Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. desember 2017 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Slagsmál í göngunum - Skvett vatni á Mourinho
Mynd: Getty Images
Manchester City hafði betur gegn Manchester United er liðin mættust á Old Trafford í dag.

Yfir 20 leikmenn og starfsmenn beggja liða tókust á þegar gengið var til búningsherbergja að leikslokum.

Daily Mail greinir frá því að í átökunum hafi meðal annars verið skvett vatni á Jose Mourinho. Rifrildin hafi byrjað á því að Mourinho og starfsliði hans fundust leikmenn City haga sér illa að leikslokum og vera að reyna að nudda sigrinum framan í sig.

Mourinho var á leið á fréttamannafund þegar hann skammaði leikmenn City fyrir að sýna vanvirðingu í fagnaðarlátunum. Ederson, markvörður City, var ekki sáttur með ummæli Portúgalans og úr því urðu hálfgerð hópslagsmál.

Greint er frá því að leikmenn beggja liða hafi reynt að ná hnefahöggum á andstæðingana og lögreglumenn sem voru fyrir utan dómaraherbergið hafi horft á atburðarásina furðulostnir.

Eftir að fólk var róað niður og aðstæður tryggðar stóðu lögreglumenn fyrir utan búningsklefa beggja liða til að forðast frekari átök.

„Það er allt í lagi að fagna sigri en strákunum fannst þetta vera alltof mikið," er haft eftir heimildarmanni Daily Mail hjá Man Utd.

Heimildarmenn úr röðum Man City segja að viðbrögð Mourinho hafi verið úr takti við fagnaðarlátin og það hafi ollið ryskingunum.

Í frétt frá Mirror er haft eftir viðstöddum að það hafi ekki aðeins verið skvett vatni á Mourinho, heldur einnig mjólk.
Athugasemdir
banner
banner