Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 07. febrúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
KSÍ hefur ekkert heyrt meira frá FIFA um miðamálin
Icelandair
Íslendingar ætla að fjölmenna til Rússlands.
Íslendingar ætla að fjölmenna til Rússlands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segist ekki hafa fengið neinar skýringar frá FIFA á því hvernig stendur á því að íslenskir stuðningsmenn hafi sótt um samtals 52,899 miða á HM í sumar.

Sú tala er miklu hærri en KSÍ hafði reiknað með og Klara á erfitt með að átta sig á því hvernig stendur á þessum háa fjölda. Klara segist ekki hafa fengið nein svör við fyrirspurnum KSÍ til FIFA.

„Ekki orð ekki frekar en beiðni minni um fleiri miða," sagði Klara við Fótbolta.net í dag aðspurð hvort hún hefði fengið svör frá FIFA.

Lokað var fyrir umsóknir á miða í síðustu viku en reiknað er með að þeir sem sóttu um fái svör í síðasta lagi um miðjan mars. 13. mars hefst síðasta miðasalan á leiki HM en þar er um að ræða fyrstur kemur fyrstur fær.

Hvað útskýrir þessa háu tölu?
Reiknað hefur verið með að íslenskir stuðningsmenn fái um það bil 8% miða á leikina í Rússlandi sem er í kringum 3200 miðar á leik.

Einhverjir íslenskir stuðningsmenn voru nú þegar búnir að tryggja sér miða á leikina síðastliðið sumar og möguleiki er á að þeir séu inni í þessari tölu frá FIFA.

Annað sem gæti útskýrt þess háu tölu er að þeir sem sóttu um mótsmiða til að fylgja Íslandi út keppnina séu með bókaða miða á alla leiki Íslands. Þar er um að ræða allt að sjö leiki ef Ísland spila úrslitaleik eða leik um 3. sætið.

Einnig er mögulegt að einhverjar tvíbókanir séu inni í tölunni frá FIFA. Þá gætu miðar sem KSÍ bókar fyrir sambandið einnig verið inni í þessari tölu.

Samt sem áður er talan mjög há og ljóst að umsóknirnar frá Íslandi eru talsvert fleiri en KSÍ reiknaði með. KSÍ hafði gefið út að mikil eftirspurn væri eftir miðum á leikinn við Argentínu en minni á leikina gegn Nígeríu og Króatíu. Ekki hefur verið gefið upp hvernig skiptingin er á umsóknum um miða á þessa leiki.

Samkvæmt þessum tölum frá FIFA er nokkuð ljóst að einhverjir íslenskir stuðningsmenn sem sóttu um verða að bíta í súrt epli og fá ekki miða á leikina.

Lönd með flestar miðaumsóknir
Rússland (2,503,957)
Þýskaland (338,414)
Argentína (186,005)
Mexíkó (154,611)
Brasilía (140,848)
Pólland (128,736)
Spánn (110,649)
Perú (100,256)
Kolumbía (87,786)
Bandaríkin (87,052)
Holland (71,096)
..........................
Ísland (52,899)

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía
Athugasemdir
banner
banner
banner