Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. febrúar 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Klopp stoltur af viðbrögðum Firmino
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp segist vera stoltur af því hvernig Roberto Firmino framherji Liverpool brást við því að vera ásakaður um kynþáttafordóma.

Mason Holgate varnarmaður Everton ásakaði Firmino um kynþáttafordóma í viðureign Everton og Liverpool í FA bikarnum í upphafi ársins.

Enska knattspyrnusambandið rannsakaði málið en lýsti því yfir í vikunni að ekki væru nægar sannanir gegn Firmino.

„Þetta var langur tími og ég er stoltur af því hvernig Firmino tókst á við þetta," sagði Klopp

„Ég var handviss um að það væri ekkert að óttast frá fyrstu sekúndu. Svo ég er ánægður með að það sé staðfest núna."

„Kynþáttafordómar eru mikilvægt umræðuefni og eru augljóslega enn til staðar og það er eitthvað sem þarf að hugsa um."


Roberto Firmino sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann sagði að hann myndi aldrei nota kynþátt einstaklings til að niðra hann og að kynþáttafordómar ættu ekki heima í fótbolta frekar en annarsstaðar í heiminum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner