Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. febrúar 2018 23:00
Ingólfur Stefánsson
Sandra María lék allan leikinn í sigri Slavia Prag
Mynd: Slavia Prag
Sandra María Jessen spilaði allan leikinn fyrir Slavia Prag í 2-1 sigri gegn Slovacko í kvöld.

Sandra sem er vön að spila sem framherji með Þór/KA lék fyrstu 60 mínútur leiksins á miðjunni. Hún lék einnig sem kantmaður og framherji í leiknum.

Með sigrinum náðu Slavia 3 stiga forskoti á toppi tékknesku deildarinnar. Sparta Prag eru í öðru sæti.

Sandra er á láni hjá Slavia frá Íslandsmeisturum Þór/KA fram á vor. Hún hefur verið dugleg að skora í vináttuleikjum liðsins hingað til.

Hún skoraði einnig í sínum fyrsta keppnisleik fyrir liðið í bikarleik gegn Hra­dec Králové í vikunni.

Slavia er taplaust á toppi tékknesku deildarinnar og mætir Wolfsburg í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði.

Þá mætir Sandra Söru Björk Gunnarsdóttur liðsfélaga sínum úr íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner