Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. mars 2018 21:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
„Tveir sem munu ráða úrslitum í Meistaradeildarbaráttunni"
Mun Morata byrja að skora fyrir Chelsea?
Mun Morata byrja að skora fyrir Chelsea?
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Simon Francis hjá Sky Sports telur tvo menn eiga eftir að ráða úrslitum hvaða lið úr ensku úrvalsdeildinni munu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Þessir menn eru Alvaro Morata, framherji Chelsea, og Harry Kane, framherji Tottenham.

Morata hefur ekki verið að standa sig með Chelsea að undanförnu og verið gagnrýndur en Spánverjinn skoraði þó í bikarleik gegn Leicester á dögunum.

Harry Kane hefur skorað 24 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Kane er hins vegar meiddur og verður frá í nokkrar vikur.

„Það á eftir að verða mjög erfitt fyrir Chelsea að enda í topp fjórum," sagði Francis. „Persónulega sé ég það ekki gerast, þrátt fyrir það höfum við séð kraftaverk gerast áður í deildinni. Chelsea hefur farið aftur á bak, Morata er ekki að skora sömu mörk og Diego Costa gerði fyrir þá í fyrra. Við munum sjá hvort þeir ná í hæla Tottenham á meðan Kane er meiddur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner