Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 10. apríl 2018 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurður Ragnar búinn að koma Kína á HM
Mynd: Getty Images
Sigurður Ragnar Eyjólfsson er búinn að koma kínverska landsliðinu í fótoblta á heimsmeistaramótið sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Á Facebook-síðu sína skrifar Sigurður: „Kína á HM - check!"

Sigurður Ragnar tók við Kínu í nóvember síðastliðnum og talaði um það í fyrstu viðtölum að markmiðið væri að koma liðinu á HM á næsta ári. Það hefur nú tekist.

Kína bar sigur úr býtum gegn Filippseyjum í Asíumótinu í gær og tryggði sér þar með undanúrslitasæti í mótinu. Þessi sigur færði jafnframt liðinu sæti á HM í Frakklandi á næsta ári.

Kína er önnur þjóðin sem tryggir sig inn á HM, á eftir gestgjöfunum í Frakklandi.

„Við erum stolt að hafa tryggt okkur inn á HM og vera fyrsta asíska liðið sem gerir það. Það verður spennandi að vera eitt asískra liða sem spilar við bestu þjóðir heims í Frakklandi 2019," segir Sigurður Ragnar.

Siggi Raggi er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands en það er aldrei að vita nema hann fái að mæta Íslandi í Frakklandi á næsta ári. Ísland er þessa stundina að spila við Færeyjar og er staðan 1-0 fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner