Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 19. apríl 2018 13:30
Ingólfur Stefánsson
VAR endursýningar á stórum skjá á HM
Mynd: Getty Images
Endursýningar af atvikum sem dæmd verða með myndbandsdómgæslu á HM í sumar verða sýndar á stórum skjá á völlum mótsins.

Myndbandsdómgæsla eða VAR verður notað í fyrsta skipti á Heimsmeistaramóti í Rússlandi í sumar þrátt fyrir töluverða gagnrýni sem kerfið hefur fengið í vetur.

Ein gagnrýnin á kerfið varðaði það að áhorfendur á leikjum gátu ekki séð atvikin sem dómarinn var að skoða og áttu oft erfitt með að skilja hvað væri í gangi þegar leikurinn var stöðvaður.

Á HM verður komið til móts við áhorfendur með því að sýna atvikin á stórum skjá og tilkynna skýrt hvers vegna og hvaða ákvörðun sé tekin.

Endursýningarnar verða ekki sýndar á meðan dómarinn tekur ákvörðun heldur eftir að ákvörðunin er tekin svo að dómarinn verði ekki fyrir áhrifum frá áhorfendum.
Athugasemdir
banner
banner
banner