Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. maí 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Betis ráðleggur Liverpool að halda boltanum
Mynd: Getty Images
Quique Setien, þjálfari Real Betis, mætti Real Madrid tvisvar sinnum í spænsku deildinni á tímabilinu.

Betis vann fyrri leikinn 1-0 á Santiago Bernabeu í september en tapaði þeim síðari 5-3 á heimavelli.

„Þetta Real Madrid lið er skrítið. Það ríkir stjórnleysi þar sem liðið virðist sjaldan fylgja einhverri ákveðinni taktík eða leikplani. Þeir reiða sig á einstaklingsframtök og skilning milli leikmanna sem hafa spilað saman í mörg ár," sagði Setien.

„Leikmenn Madrid spila eftir tilfinningum, þeir gera það sem þeim finnst réttast á hverri stundu. Til dæmis horfa bakverðirnir ekki á hvorn annan áður en þeir vaða upp völlinn og þess vegna skilja þeir vörnina stundum eftir galopna.

„Á miðjunni er meiri stöðugleiki og menn eru lítið að fara úr stöðum. Liverpool getur reynt að pressa á Modric til að loka á miðjuspil Real en hann er ótrúlega góður að halda boltanum og leysa úr vandamálum. Hann tekur alltaf rétta ákvörðun.

„Það er mikilvægt að halda boltanum til að takmarka færi Real, því þeir eru með leikmenn sem nægir hálft færi til að skora. Svo er mikilvægt að vera rólegir og halda haus því nánast öll lið hafa fengið dauðafæri gegn Real á tímabilinu. Real hugar meira að varnarleiknum í stórleikjum en færin munu alltaf koma, eins og sást gegn Bayern."

Athugasemdir
banner
banner
banner