Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. maí 2018 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kormákur/Hvöt upp fyrir Kórdrengi
Daniel Garcerán og Hilmar Þór Kárason má sjá á þessari mynd. Daniel er í neðri röð, lengst til vinstri og Hilmar er á hinum kantinum.
Daniel Garcerán og Hilmar Þór Kárason má sjá á þessari mynd. Daniel er í neðri röð, lengst til vinstri og Hilmar er á hinum kantinum.
Mynd: Kormákur/Hvöt
Kría 0 - 4 Kormákur/Hvöt
0-1 Daniel Garceran Moreno ('9)
0-2 Hilmar Þór Kárason ('41)
0-3 Hilmar Þór Kárason ('68)
0-4 Hilmar Þór Kárason ('86)
Rautt spjald: Sigurður Bjarni Aadnegard, Kormákur/Hvöt (52), Leikmaður Kríu ('80)

Kormákur/Hvöt vann öruggan sigur er liðið heimsótti Kríu D-riðli 4. deildar karla í dag. Kormákur/Hvöt bætti við sig töluvert af leikmönnunum fyrir mót og tveir þeirra sáu um markaskorunina í dag.

Daniel Garcerán Moreno kom liðinu yfir á níundu mínútu, en Hilmar Þór Kárason bætti við öðru marki rétt fyrir leikhlé. Í seinni hálfleiknum fullkomnaði Hilmar Þór þrennu sína og gekk frá leiknum fyrir Kormák/Hvöt, loknaiðurstaðan 4-0.

Kormákur/Hvöt er með fjögur stig eftir tvo leiki í sumar og er komið upp fyrir Kórdrengi í efsta sæti riðilsins.

Kórdrengir hafa þó aðeins leikið einn leik hingað til. Þetta var fyrsti leikur Kríu í sumar.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner