Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. ágúst 2009 14:40
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Vålerenga 
Bjarni Ólafur til reynslu hjá Valerenga í Noregi
Bjarni Ólafur í leik með Val.
Bjarni Ólafur í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Ólafur Eiríksson fyrirliði Vals er farinn á reynslu hjá norska félaginu Vålerenga en frá þessu var greint á vef félagsins í dag.

Bjarni Ólafur sem er 27 ára gamall bakvörður kom til Osló í dag til að æfa með norska liðinu.

Hann fer í læknisskoðun hjá Vålerenga í dag og æfir svo með liðinu ´amoregun.

Bjarni Ólafur tók við fyrirliðabandinu hjá Val fyrir þessa leiktíð. Hann hefur átt sæti í íslenska landsliðshópnum og lék meðal annars með liðinu í 2-2 jafnteflinu gegn Norðmönnum í haust.

Hann var tímabilin 2005-2007 hjá Silkeborg í Danmörku en fór svo aftur heim í Val.
Athugasemdir
banner
banner