Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. febrúar 2015 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Diego Costa: Þetta var ekki viljandi
Costa er ekki allra
Costa er ekki allra
Mynd: Getty Images
Diego Costa hefur tjáð sig um atvikið sem varð til þess að hann var dæmdur í þriggja leikja bann.

Costa var dæmdur í bann fyrir að traðka á Emre Can í leik Chelsea og Liverpool í deildarbikarnum í vikunni en atvikið fór framhjá dómurum leiksins.

,,Ég ætlaði ekki að gera þetta. Þetta var ekki viljandi." sagði Costa sem missti af stórleiknum gegn Man City í gær og mun missa af leikjum Chelsea gegn Aston Villa og Everton.

Costa segist verða að sætta sig við leikbannið en það muni þó ekki hafa áhrif á hann þegar hann snúi aftur. Hann muni halda áfram að spila sinn leik.

,,Ég virði leikbannið og verð að sætta mig við það. En auðvitað er það erfitt því ég mun ekki geta hjálpað liðinu í næstu leikjum."

,,Ég er ekki að segja að ég sé einhver engill. Ég er það ekki. Það sjá það allir. En ég mun halda áfram að spila minn leik því svona er ég bara. Þetta er minn leikstíll."
sagði Costa, ekki beint fullur iðrunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner