Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. apríl 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Fabianski vill ekki yfirgefa ensku úrvalsdeildina
Fabianski er ánægður hjá Swansea.
Fabianski er ánægður hjá Swansea.
Mynd: Getty Images
Lukasz Fabianski, markvörður Swansea, segist vera ánægður í ensku úrvalsdeildinni og segir ekkert hæft í orðrómum þess efnis að hann sé á leið til Roma.

Pólski landsliðsmarkvörðurinn kom til Swansea frá Arsenal á frjálsri sölu á síðustu leiktíð og hefur staðið sig vel í Wales. Hefur hann í kjölfarið verið orðaður við Roma en hann segir í samtali við dagblað í heimalandinu að hann sé ekki á förum frá Swansea.

,,Bróðir minn sagði mér að einhverjar fréttir um Roma hefðu verið í fjölmiðlum, en í hreinskilni sagt líður mér mjög vel í ensku úrvalsdeildinni," sagði Fabianski.

,,Ég tala tungumálið og þekki menninguna. Þrátt fyrir slæmt gengi enskra liða í Evrópukeppnunum í ár tel ég ennþá að enska úrvalsdeildin sé mest heillandi deildin til að spila í. Þess vegna vil ég ekki fara neitt."
Athugasemdir
banner
banner