Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. júlí 2016 07:26
Magnús Már Einarsson
Nolito til Manchester City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur keypt framherjann Nolito frá Celta Vigo á 13,8 milljónir punda.

Nolito var með riftunarákævði í samningi sínum sem Manchester City náði að virkja.

Nolito var í byrjunarliði Spánverja í öllum fjórum leikjum liðsins á EM.

Hinn 29 ára gamli Nolito skrifaði undir fjögurra ára samning við Manchester City.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem City fær í sumar en áður hafði Pep Guardiola fengið miðjumanninn Ilkay Gundogan frá Borussia Dortmund sem og hinn ástralska Aaron Mooy.
Athugasemdir
banner
banner