Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. október 2014 11:30
Magnús Már Einarsson
Bjössi Hreiðars velur sameiginlegt lið FH og Stjörnunnar
Þrír dagar í FH - Stjarnan
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ingvar Jónsson er í markinu hjá Bjössa.
Ingvar Jónsson er í markinu hjá Bjössa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Viðars er á miðjunni.
Davíð Viðars er á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon.
Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardag klukkan 16:00.

Sigurbjörn Hreiðarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, hefur sett saman sitt besta lið úr sameiginlegum leikmannahópum FH og Stjörnunnar. Sex leikmenn úr FH eru í byrjunarliðinu en fimm úr Stjörnunni.

,,Gef mér það að geta notað alla leikmenn í hópnum. Sama hvort þeir séu meiddir eða ekki. Spila 4-2-3-1," sagði Sigurbjörn við Fótbolta.net en liðið hans má sjá hér að neðan.



Markvörður
Það er gríðarlega erfitt að gera upp á milli markmanna. 10-7 í deild fyrir Róbert að halda markinu hreinu. Báðir mjög öryggir, fínir í fótunum, grípa vel inní og eiga mjög flottar vörslur. Yfirvegaðir og manni líður vel að sjá þá spila. Vörnum liðanna líður greinilega mjög vel með þá fyrir framan sig. Vel Ingvar.

Hægri bakvörður:
Guðjón Árni. Öflugur varnamaður með stórt hjarta. Kemur vel með í sókn og þekki sín takmörk vel. Skorar lika glettilega mikið. Mikill liðsmaður og örugglega gott að þjálfa hann.

Vinstri bakvörður
Sam Tillen. Með mjög öflugan vinstri fót. Góður varnarmaður, skilur leikinn vel, kemur upp á réttum tíma og hjálpar mjög til sóknarlega. Mikill keppnismaður.

Hægri Miðvörður
Kassim. Hvalreki fyrir boltann hér heima. Vill reyna að hafa rétt og örfætta hafsenta. Kassim sterkur maður á mann varnarlega. Mjög flottur skallamaður bæði í vörn og sókn. Skorar reglulega og er með finar langar sendingar til að brjóta upp. Mikill keppnismaður.

Vinstri Miðvörður
Danni Laxdal. Fljótur og flottur fótboltamaður. Hef alltaf hrifist af honum spila. Dægilega væld i leik sínum og myndar flott par með Kassim. Reyndur og gefur liðinu þann möguleika að komast framar.

Tveir fyrir framan vörn
Tveir gríðarlega mikilvægir fyrir liðið og ættu að stoppa ansi mikið. Davíð Viðars með sitt viðhorf og þekkir að vernda vörn vel. Góður spilari sem skiptir máli. Mikla reynslu. Mikill talandi. Fínn í spilinu.
Præst. Frábær liðsmaður. Les leikinn vel og stoppar mikið af sóknum andstæðingsins. Getur skallað og spilað bolta vel frá sér. Sítalandi og kalla menn í stöður. Verndar vörnina mjög vel.

Þrír fyrir aftan senter
Veigar Páll sem getur tekið leikinn yfir á góðum degi. Frábær í fótboltanum og alltaf hægt að senda á. Verndar bolta ofboðslega vel og leggur upp.
Atli Guðna. Leggur upp, skorar og er síógnandi. Hefur mikinn skilning og reynslu. Linkar vel við leikmenn sem skilja fótbolta.
Atli Jó. Mjög góðan vinstri fót. Getur tekið uppá hinu og þessu. Með alla þessa góðu leikmenn í kring þá blómstrar Atli. Aðeins meira varnarvægi í honum en hinum tveimur í þessum frjálsu stöðum.

Fremstur
Steve Lennon. Vinnur gríðarlega vel. Mjög góður spilari og skorar ef hann fær færi. Sterkur og fljótur. Kemur til með að svinga með þessum þekkingarmönnum í kring.

Varamenn:
Róbert Óskarsson (FH) - Frábær markmaður gæti alveg eins byrjað
Jóhann Laxdal (Stjarnan) - Mjög góður hægri bakv
Ólafur Páll Snorrason (FH) - Bestu fyrirgjafir bæði með hægri og vinstri
Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) - Hraði og styrkur. Get alltaf sett inná.
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) - Mjög góður sóknarmaður
Pablo Punyed (Stjarnan) - Hægt að nota útum allt.
Atli Viðar Björnsson (FH) - Ef allt er í veseni þá hendi ég honum inn.
Athugasemdir
banner
banner
banner