Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. október 2016 14:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Við vorum ekki vakandi í fyrri hálfleiknum
Klopp var sáttur í leikslok
Klopp var sáttur í leikslok
Mynd: Getty Images
„Við erum mjög sáttir á þessu augnabliki. Seinni hálfleikurinn var eins og allur leikurinn hefði átt að vera. Líkamstjáningin okkar var ekki góð í fyrri hálfleiknum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-1 sigur á Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Klopp segir einfaldlega að sínir menn hafi verið sofandi í fyrri hálfleiknum, en þeir hafi síðan vaknað til lífsins í seinni hálfleiknum.

„Mér fannst markið hjá Swansea vera rangstæða, en það skiptir engu máli lengur. Við vorum mikið betri í seinni hálfleiknum - við spiluðum eins og við hefðum átt að gera allan leikinn. Við spurðum erfiðari spurninga í seinni hálfleiknum."

„Swansea er með gott lið. Þeir spiluðu fótbolta í fyrri hálfleiknum. Uppbygging okkar í fyrri hálfleiknum var bara léleg. Við vorum ekki vakandi svo það var auðvelt að verjast því sem við vorum að gera. Við vorum ekki eins góðir og við hefðum átt að vera."

„Þú verður að sýna það í hverri viku að þú ert tilbúinn að berjast um úrslit. Við sýndum viðbrögð, við vorum skipulagðari, klárir í öllum stöðum og við áttum skilið að vinna."

Adam Lallana fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum, en Klopp var spurður út í meiðsli hans af blaðamönnum eftir leikinn í dag.

„Lallana er að glíma við meiðsli í nára og það sama má segja um Dejan Lovren. Við munum skoða hvað það er nákvæmlega sem er að hrjá þá. Vonandi nýta þeir hléið í það að jafna sig," sagði Klopp að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner