Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. maí 2015 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Kehl: Þetta er rétt hjá Guardiola
Sebastian Kehl
Sebastian Kehl
Mynd: Getty Images
Sebastian Kehl, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, hefur ákveðið að grafa stríðsöxina við Pep Guardiola, þjálfara Bayern München, en þýski miðjumaðurinn gerði grín að liði Bayern eftir undanúrslitaleikinn í bikarnum.

Kehl gerði grín að leikmönnum Bayerrn eftir að Dortmund hafði lagt liðið að velli í undanúrslitum þýska bikarsins en Bayern klúðraði öllum fjórum spyrnunum í vítakeppninni og nýtti Kehl því tækifærið og grínaðist með það.

Hann sagði að Bayern þyrfti að æfa vítaspyrnur á æfingasvæðinu og brást Guardiola illa við og ráðlagði Kehl að grjóthalda kjafti. Staðan í deildinni væri einfaldlega þannig að Dortmund hefði ekki efni á því að bjóða upp á svona ummæli.

„Ég var ekki að reyna að vera með einhverja óvirðingu í garð Bayern með orðum mínum og Guardiola hefur rétt fyrir sér, við erum langt á eftir Bayern í deildinni," sagði Kehl við blaðamenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner