Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 02. júlí 2015 21:46
Arnar Daði Arnarsson
Ási Haralds: Það var einhver sápa í hönskunum
Ásmundur aðstoðarþjálfari Þróttar.
Ásmundur aðstoðarþjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari Þróttar var ánægður með stigin þrjú sem liðið sótti í Hafnarfjörðinn í kvöld. Þróttarar unnu þá Hauka 2-1 og halda áfram að safna stigum í bankann.

Liðið er því áfram á toppnum og eru í góðri stöðu þar eins og er.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Þróttur R.

„Við tókum þessi þrjú stig og þau telja mikið á þessum tímapunkti. Við byrjuðum mjög vel og í síðustu leikjum höfum við byrjað vel. Við náðum að skora tvö mörk en síðan dettum við frekar mikið til baka og missum tökin," sagði Ásmundur sem viðurkennir að Þróttarar hafi alls ekki átt góðan dag á vellinum í kvöld, þrátt fyrir sigur.

„Haukarnir komust vel inn í leikinn og spiluðu góðan fótbolta og fengu góð færi en við náðum að halda út. Einum færri síðustu 5-6 mínúturnar var þetta orðið frekar strembið. Þeir lágu á okkur og héldu boltanum betur en við gerðum. Það var erfitt að halda boltanum einum færri síðustu mínúturnar en við gerðum eins vel og við mögulega gátum."

Trausti markmaður Þróttara var í töluverðum erfiðleikum með að halda boltanum oft á tíðum í leiknum.

„Það var einhver sápa í hönskunum hjá honum á tímabili en hann kláraði það sem þurfti að klára," sagði Ási að lokum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner